Morgunútvarpið

starstarstarstarstar

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Þættinum stýra Sigmar Guðmundsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Atli Már Steinarsson.

RSS Feed URL

Morgunútvarpið navigateright Episode

35 þúsund nota ekki öryggisbelti. Undirskriftasöfnun. Óvænt brúðkaup.

Í dag verður tekinn í notkun nýr svokallaður veltibíll sem á að velta á völdum stöðum um landið þar sem fólk verður innaborðs, en að sjálfsögðu fest í öryggisbelti. Eins einkennilega og það hljómar nota um 35 þúsund íslendingar ekki öryggisbelti eru íslendingar í 17 sæti í Evrópu hvað varðar almenna notkun þessara sjálfsögðu öryggistækja við akstur. Einar Magnús Magnússon frá samgöngustofu fór yfir þetta allt með okkur. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson var á línunni, en hann er ábyrgðarmaður undirskriftarsöfnunar, sem ætlað er að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðar sölu á hlut bæjarins í HS veitum. Guðný Elíasdóttir gifti sig á dögunum. Brúðguminn vissi reyndar ekki af fyrirhuguðu brúðkaupi fyrr en hann stóð í kirkjunni. Guðný var brúðurin og sagði okkur söguna. Húsavík er orðinn miðpunktur landsins eftir Eurovision mynd Will Ferrells. Hinrik Wöhler er forstöðumaður Húsavíkurstofu. Hann sagði frá áhrifunum sem bæjarbúa finna vegna þessarar kvikmyndar og því sem Húsavík hefur upp á að bjóða. Magni Ásgeirsson og Franz Gunnarsson komu og sögðu okkur frá Nirvana/Pearl Jam heiðurstónleikum sem þeir eru með um helgina í Reykjavík og á Akureyri. Og þeir tóku lagið.