Morgunútvarpið

starstarstarstarstar

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Þættinum stýra Sigmar Guðmundsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Atli Már Steinarsson.

RSS Feed URL

Morgunútvarpið navigateright Episode

Áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þórólfur Guðnason. Refsiste

Skýrsla um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað er komin út. Guðrún Bjarnadóttir, framkvæmdarstjóri STEFs og Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, komu til okkar og sögðu frá niðurstöðunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, fór yfir stöðuna á skimunum á landamærunum eftir að Íslensk erfðagreining gaf það út að fyrirtækið hyggðist hætta þeim eftir fáeina daga. Við spurðum hann einnig út í fleiri atriði sem tengjast heimsfaraldrinum. Refsistefna skilar engu en viðheldur jaðarsetningu og kostar mannslíf segir í yfirlýsingu sem fjögur félög heilbrigðisstétta sendu frá sér í gær og vísa þar í fíkniefnafrumvarpið sem fellt var í þinginu á dögunum. Um er að ræða félög félagsráðgjafa, sálfræðinga, iðjuþjálfa og þroskaþjálfa og er óvissan sem viðkvæmur hópur fíkniefnaneytenda býr við hörmuð. Steinunn Bergmann, formaður félagsráðgjafafélags Íslands og Kristín Þórðardóttir, félagsráðgjafi, fóru yfir þetta. Richard Scobie er tónlistaráhugamönnum að góðu kunnur. Hann var áberandi með Rikshaw og Loðinni rottu á níunda áratugnum. Nú er hann búsettur í Danmörku og stýrir þar heilsulind. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta lag í 17 ár og plata er væntanleg í kjölfarið. Morgunútvarpið hringdi í kappann.