Morgunútvarpið

starstarstarstarstar

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Þættinum stýra Sigmar Guðmundsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Atli Már Steinarsson.

RSS Feed URL

Morgunútvarpið navigateright Episode

Jökulsárlón. Fastur á Spáni. Kári Stefánsson. Boðflenna í brúðkaupi.

Hlynur Þráinn Sigurjónsson er landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann talaði við okkur um sumarið í landvörslu og ferðamannastrauminn við Jökulsárlón. Rúnar Ásþór Ólafsson er einn íslendinga sem er fastur á Spáni vegna kostnaðar við flug og hversu stopult það er að fá flug. Þau séu felld niður með litlum fyrirvara. Við heyrðum í honum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kom til okkar en hann greindi frá því í gær að fyrirtækið ætli að hætta að skima fyrir íslensk stjórnvöld. Ljóst er að þetta gerir það að verkum að óvíst er hvernig skimunum við landamærin verður háttað því yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans segir útilokað að spítalinn geti tekið við þessu innan þess tímaramma sem Kári gaf upp. Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson ruglaðist á brúðkaupum um helgina. Hann átti að skemmta á einum stað en fór annað og tróð upp við mikinn fögnuð. Hreimur kom til okkar og sagði frá þessu skondna atviki.