Morgunútvarpið

starstarstarstarstar

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Þættinum stýra Sigmar Guðmundsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Atli Már Steinarsson.

RSS Feed URL

Morgunútvarpið navigateright Episode

Einar Skúlason. Mentor. TikTok. Austurheiðar. Sportið.

Sífellt fleiri íslendingar njóta þess að ganga um landið okkar, sérstaklega þetta sumarið. Einar Skúlason, er reyndur göngugarpur og fer með hópa í ferðir reglulega. Einar sagði okkur frá því og appinu sem hann hefur gert sem hann nefnir Wapp. Í miðjum Covid faraldri kom í bíó ný íslensk bíómynd, Mentor til sýningar. Þórhallur Þórhallsson, annar aðalleikaranna, sagði okkur frá myndinni. 7:45 Samfélagsmiðilinn TikTok er vinsæll meðal barna og unglinga hér á landi en ekki er víst að hann standst allar öryggiskröfur. Indversk stjórnvöld hafa loka forritinu, og reyndar fleiri kínverskum öppum. Í forritinu eru öryggisgallar sem Indverjar segja að geti ógnað öryggi indverska ríkisins og sé í raun njósnaforrit. Guðmundur Jóhansson, tæknisérfræðingur MÚ, fór yfir þetta. 8:10 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags og samgönguráðs, kom til okkar en á næsta ári hefst mögulega uppbygging á gríðarstóru útivistarsvæði, á stærð við tvö Breiðholt, sem nefnist Austurheiðar og eru í raun þrjár samliggjandi heiðar fyrir ofan byggð í Reykjavík, Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Á sama tíma er líklegt að aðgengi fólks að Heiðmörk muni verða takmarkað að einhverju leiti vegna vatnsverndarsjónarmiða og minna hægt að gera þar. 8:35 Við fórum yfir íþróttaviðburði helgarinnar með íþróttadeildinni.